Hugmyndin mín

Ég heiti Dóra Dögg Kristófersdóttir og er að vinna þessa vefsíðu, fyrir verkefnið Kennslufræði og framkvæmd í margbreytilegum nemendahóp, út frá hugmyndum mínum sem hafa kviknað við fagið Kennsla í margbreytilegum nemendahópi við Háskóla Íslands vorið 2016.

Hugrenningar mínar eru um það fjölbreytta og góða verk sem kennarar landsins gera tapist í tímans rúmi ef þeim er ekki komið niður á einhvern stað sem er aðgengilegur fleiri einstaklingum innan og á milli skóla. Kennarar eru í sífellu að uppgötva leiðir sem hentar vel ákveðnum nemendum til náms – en þegar fagið er búið.. eða kennarinn hættir kennslu á því, þá tapast á ný framförin og nýr kennari fer að skoða möguleikana frá eigin barmi, reynslu og hugmyndum.

Aðeins örlítið af þeirri gæðavinnu sem íslenskir kennarar vinna kemst í ritrýndar greinar eða aðgengilega pistla og fyrir vikið býr hver kynslóð kennara til hjólið aftur – og aftur – sem getur seinkað framförum í kennslu. Hér inni er hægt að sjá hvernig síðan gæti möguleg orðið – í þeirri von um að aukin samskipti milli kennara þvert á fög, fræðasvið og skóla gæti bætt bæði nám og kennslu í getublönduðum bekkjum, aukið samþættingu faga og framfarir í kennslu.

 

Með bestu kveðju og von um jákvæðar undirtektir,

Dóra Dögg Kristófersdóttir,

B.Sc. í sálfræði.

 

 

Heimildir fyrir skrifum mínum á vefsíðunni og í greinargerð minni:

Elsa Eiríksdóttir. (2012). Staða íslenskra nemenda og framtíðarþörf samfélagsins. Samtök Iðnaðarins. Sótt 26. mars 2016 af http://www.si.is/media/menntamal-og-fraedsla/GERT-Skyrsla-2012- nytt.pdf

Hafþór Guðjónsson. (2011). Að verða læs á náttúrufræðitexta. Netla-Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt 26. mars 2016 af http://netla.hi.is/greinar/2011/ryn/004.pdf

Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Litróf kensluaðferðanna: handbók fyrir kennara og kennaraefni. Reykjavík: Æskan.

Macdonald, A. (2007). Vilji og veruleiki: Náttúrufræði- og tæknimenntun á Íslandi: Nokkrar niðurstöður. Reykjavík: Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt 26. mars 2016 af http://mennta.hi.is/starfsfolk/kristjan/vv/Short%20report%20for%20general%20distribution/VV-nokkrar-nidurstodur-des07.pdf

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá framhaldsskóla. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá grunnskóla. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá leikskóla. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson. (2007). Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum. Tímarit um menntarannsóknir, 4, 83–99.

Rúnar Sigþórsson, Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannsson, Rósa Eggertsdóttir og Mel West. (1999). Fjölbreyttir kennsluhættir. Í Rúnar Sigþórsson (ritstjóri), Aukin gæði náms: Skólaþróun í þágu nemenda. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Tang,  E., og Lam, C. (2014). Building an effective online learning community (OLC) in blog-based teaching portfolios. Internet and higher education, 20, 79-85.

Watson, C. (2014). Effective professional learning communities? The possibilities for teachers as agents of change in schools. British educational research journal, 40 (1), 18-29.

 

Leave a Comment